Um Fiskmarkað Norðurlands
Fiskmarkaður Norðurlands er tengiliður milli útgerðar og fiskvinnslu. Hann miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla umsýslu við þá yfirfærslu.
Fiskmarkaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og veitir þeim margvíslega þjónustu í tengslum við meðhöndlun fisksins.
Fiskmarkaður Norðurlands leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð við meðhöndlum á fiski og traust samband við viðskiptavini.
Sagan:
-
Í mars 1990 samþykkir stjórn Fiskmiðlunar Norðurlands hf. að hefja rekstur gólfmarkaðar á fiski í samvinnu við Harald hf.
-
11.apríl 1990 er komið starfsleyfi frá Sjávarútvegsráðuneytinu. Beiðni var frá fiskkaupendum að talið verði upp en ekki niður.
Sá háttur var á frá stofnun að byrjað var að telja hátt og svo stoppuðu menn þegar þeir treystu sér til að kaupa. Ákveðið að halda óbreyttu fyrirkomulagi.
- Í nóv. 1993 varð samtenging við Fiskmarkað Hafnarfjarðar. Hugmyndir um samtengingu fleiri markaða í svokallaðan „Íslandsmarkað“. Allan tímann meðan Fiskmiðlunin rak markaðinn var hann í húsnæði Haraldar hf. á Dalvík.
- Árið 1994 kaupir Helgi Jónatansson Fiskmarkað Dalvíkur. Allt frá árinu 1994 til 1.nóvember 2013 rak Helgi fiskmarkaðinn í húsnæði að Ránarbraut 2b.
- Í október 2013 keypti Valeska Fiskmarkað Dalvíkur og breyttist hann þar með í Fiskmarkað Norðurlands og flutti í nýtt húsnæði að Ránarbraut 1. Með samstarfi þessara fyrirtækja verða til enn frekari tækifæri á hagræðingu og samnýtingu starfsmanna og tækja.
-
10.mars 2023 opnaði fiskmarkaður Norðurlands starfstöð í Hafnarfirði í húsnæði í Hafnargötu 1. Enginn fiskmarkaður hefur verið starfræktur í Hafnarfirði frá því síðsumars 2019, svo ljóst er að með opnun nýrrar starfstöðvar geta bátar og fyrirtæki á svæðinu aftur farið að fá fulla fiskmarkaðsþjónustu.